spot_img
HomeFréttirStjarnan fer til úrvalsdeildar

Stjarnan fer til úrvalsdeildar

Stjarnan sigraði Njarðvík fyrr í kvöld í úrslitaleik um sæti í úrvalsdeild með 57 stigum gegn 54. Leikurinn var sá þriðji í seríunni á milli liðanna, en áður hafði hvort lið einn sigur unnið fyrir sig. Stjarnan verður því með á næsta ári í deild þeirra bestu á meðan að Njarðvík þarf að sætta sig við að vera eitt árið enn í 1. deildinni.

 

Fyrri hálfleikur leiksins var einhver sá jafnasti sem að undirritaður hefur orðið vitni að. Liðin skiptust í heil 9 skipti á því að hafa forystuna og í önnur 6 var staðan jöfn. Fyrsti leikhlutinn endaði 10-13, gestunum í vil og áður en að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var staðan (sú sama) 24-27 fyrir gestunum.

 

Atkvæðamest í hálfleik fyrir heimamenn var Björk Gunnarsdóttir með 5 stig, 2 stoðsendingar og 4 fráköst, á meðan fyrir gestina er það Bára Fanney Hálfdánardóttir sem dróg vagninn með 6 stig og 4 fráköst.

 

Seinni hálfleikurinn hófst svo á svipuðum stað og sá fyrri hafði endað, þar sem liðin skiptust á snöggum höggum og forystu. Fyrir lokahlutann var staðan jöfn 38-38 og allt útlit fyrir spennandi lokahnykk.

 

Í byrjun fjórða leikhlutans sýndi Stjarnan hinsvegar heimastúlkum í Njarðvík hvar Davíð keypti ölið með því að taka 11 stiga áhlaup á þær. Restina af leikhlutanum eyddu heimastúlkur svo í að vinna forystuna niður, sem og þeim, næstum tókst að gera. Fengu möguleika á að jafna leikinn, með þriggja stiga skoti þegar 10 sekúndur lifðu eftir af leik, en það skot geigaði. 

 

Stjarnan tryggði sér því sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili með 54-75 sigri.

 

Kona leiksins var leikmaður Stjörnunnar, Eva María Emilsdóttir, en hún skoraði 7 stig og tók 11 fráköst á þeim 28 mínútum sem hún spilaði í leiknum.

Myndasafn

Tölfræði

 

Myndir, viðtöl & umfjöllun / Davíð Eldur

Fréttir
- Auglýsing -