spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaStjarnan endurnýjar samninga við sex leikmenn

Stjarnan endurnýjar samninga við sex leikmenn

Stjarnan hefur endurnýjað samninga sína við sex leikmenn. Þær Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir, Berglind Sigmarsdóttir, Kolbrún Eir Þorláksdóttir, Sandra Dís Heimisdóttir, Marta Ellertsdóttir og Telma Ellertsdóttir munu allar taka slaginn með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild kvenna.

Stjarnan tefldi á nýjan leik fram meistaraflokki kvenna í fyrstu deildinni á síðasta tímabili. Þá hafnaði liðið í 7. sæti og fór út úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar gegn Grindavík, 3-0.

Tilkynning:

Stjarnan hefur endurnýjað leikmannasamninga við þær Bergdísi Lilju Þorsteinsdóttur, Berglindi Sigmarsdóttur, Kolbrúnu Eir Þorláksdóttur, Söndru Dís Heimisdóttur og systurnar Mörtu og Telmu Ellertsdætur um að leika með meistaraflokki kvenna í körfubolta á komandi tímabili. Þær léku allar með Stjörnunni í fyrravetur.
Bergdís Lilja var einn af lykilleikmönnum Stjörnunnar á síðasta tímabili. Hún var með 8.9 stig að meðaltali og 2.8 stoðsendingar ásamt því að vera frákastahæsti leikmaður 1. deildarinnar með 14.8 fráköst. Bergdís Lilja er í 16 manna hóp U-18 ára landsliðsins sem valinn var í sumar.
Kolbrún Eir var með 2.9 stig og 2.6 fráköst að meðaltali á síðasta tímabili, Telma með 3 stig og 2.9 fráköst að meðaltali, Marta með 3.8 stig og 2.5 fráköst að meðaltali, Berglind með 1 stig að meðaltali í tveimur leikjum og Sandra Dís með 4.8 stig, 1.6 fráköst og 1.1 stoðsendingar að meðaltali.

Mynd / Stjarnan FB

Fréttir
- Auglýsing -