spot_img
HomeFréttirStjarnan eina liðið sem ekki hefur komist í undanúrslit

Stjarnan eina liðið sem ekki hefur komist í undanúrslit

 
Sex lið berjast í kvöld um laust sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. Fimm þeirra hafa öll áður komið við sögu í undanúrslitum úrslitakeppninnar síðan hún hóf göngu sína árið 1984 en eitt lið, Stjarnan, á möguleika á því að brjóta blað í sögu sinni.
Garðbæingar hafa síðustu tvö tímabil dottið út úr 8-liða úrslitum eftir oddaleik. Tímabilið 2009 lá Stjarnan 2-1 gegn Snæfell en það ár varð KR Íslandsmeistari og á síðustu leiktíð datt Stjarnan út 2-1 gegn Njarðvík og Snæfell varð Íslandsmeistari. Sigur í kvöld kemur Stjörnunni í fyrsta sinn í undanúrslit úrvalsdeildar en andstæðingar þeirra, Grindavík, hafa alls 15 sinnum komist í undanúrslit síðan árið 1984.
 
Leikir kvöldsins:
 
Keflavík-ÍR
Grindavík-Stjarnan
Snæfell-Haukar
 
KR hefur þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum.

Ljósmynd/ Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar er búinn með allan pakkann, oft… en Stjarnan á enn eftir að leika í undanúrslitum.

 
Fréttir
- Auglýsing -