Stjarnan sigraði Hamar í 8 liða úrslitum Powerade bikarkeppninni fyrr í dag með 67 stigum gegn 41. Leikurinn var sá fsíðasti í 8 liða úrslitum, Stjarnan á því möguleika á að mæta Keflavík, Grindavík eða Snæfelli í undanúrslitum bikarsins, en þau fara fram 23.-25. þessa mánaðar.
Bæði lið léku án erlends leikmanns í þessum leik. Stjarnan hafði sent Chelsie Schweers frá sér yfir hátíðarnar, sem svo samdi við lið Hauka. Hamar hafði einnig sent frá sér sinn leikmann og samið við Ali Ford, en sökum seinagangs með leikheimild fékk hún aðeins að hita upp með liðinu og verma tréverkið í dag.
Bikarkeppnin kannski það eina sem þessi lið hafa eftir að keppa að í vetur, þar sem að í deildinni (sem ekkert lið fellur úr þetta árið) verma þau tvö neðstu sætin. Þó mögulega eigi Stjarnan þó ennþá þess færi að komast inn í úrslitakeppnina, er það þó frekar ólíklegt.
Mikið jafnræði var á með liðunum í fyrsta leikhluta leiksins og mátti vel sjá það að hvorugt liðið ætlaði sér að láta í minni pokann í þessum leik. Ragna Margrét Brynjarsdóttir var frábær fyrir heimastúlkur í byrjun leiks, skoraði 7 fyrstu stig þeirra, en eftir þennan fyrsta leikhluta var staðan 15-14 fyrir Stjörnunni.
Í öðrum leikhlutanum byrja heimastúlkur á 8-2 áhlaupi sem gestirnir svara um leið með góðum 3-10 kafla og þegar að liðin héldu til búningsherbergja hélst staðan, í járnum, 29-28.
Atkæðamest fyrir Stjörnuna í fyrri hálfleiknum var Margrét Kara Sturludóttir (8 stig, 12 fráköst og 3 stoðsendingar) á meðan að fyrir gestina úr Hveragerði var það Salbjörg Ragna Sævarsdóttir sem dróg vagninn (9 stig, 3 fráköst og 3 varin skot)
Í seinni hálfleiknum tók Stjarnan svo fljótlega öll völd á vellinum. Unnu 3. leikhlutann með 13 stiga mun og staðan því komin í 49-35 fyrir lokaleikhlutann.
Í fjórða og síðasta leikhluta leiksins héldu þær svo bara áfram. Með góðri pressuvörn og ákafa í fráköstum náðu þær að hefja leikhlutann með 11-0 áhlaupi og voru því um miðbygg hans komnar með 25 stiga forystu, 60-35. Eftirleikurinn virtist auðveldur. Stjarnan kláraði leikinn með góða 25 stiga forystu, 67-41.
Maður leiksins var áðurnefndur leikmaður Stjörnunnar, Margrét Kara Sturludóttir, en hún skoraði 15 stig, tók 16 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og stal 3 boltum á þeim 31 mínútu sem hún spilaði.
Umfjöllun, viðtöl / Davíð Eldur
Myndir / Tomasz Kolodziejski
Viðtöl: