spot_img
HomeBikarkeppniStjarnan bikarmeistari í 9. flokki stúlkna

Stjarnan bikarmeistari í 9. flokki stúlkna

Stjarnan varð VÍS bikarmeistari í 9. flokki stúlkna í dag eftir sigur gegn Fjölni í úrslitaleik í Laugardalshöllinni, 53-46.

Fyrir leik

Efsta lið deildarkeppninnar á þessu tímabili er Stjarnan, en þær hafa það sem af er tímabili unnið 11 leiki og tapað 2. Annar þessara tapleikja var einmitt gegn Fjölni í október. Fjölnir er hinsvegar í 2. sætinu, aðeins einum sigurleik fyrir neðan með 10 sigra og 3 töp.

Síðast mættust liðin tvö í Umhyggjuhöllinni í lok febrúar og hafði Stjarnan þá sigur, 70-57.

Gangur leiks

Fjölnisstúlkur byrjuðu leik dagsins mun betur og leiða mest með 8 stigum á upphafsmínútunum. Stjarnan er þó snögg að vinna sig inn í leikinn og er staðan jöfn að loknum fyrsta fjórðung, 18-18. Varla mátti milli sjá hjá liðunum í 2. leikhlutanum. Stjarnan fer þó skrefinu á undan til búningsherbergja í hálfleik, 32-29.

Stigahæst fyrir Fjölni í fyrri hálfleiknum með 10 stig á meðan að Berglind Hlynsdóttir var komin með 10 stig fyrir Stjörnuna.

Stjörnustúlkur ná yfirhöndinni í upphafi seinni hálfleiks með frábærum varnarleik. Halda Fjölni í 5 stigum í þriðja leikhlutanum og eru komnar með 9 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 43-34. Þrátt fyrir að berjast hetjulega nær Fjölnir ekki að setja saman álitlegt áhlaup í fjórða leikhlutanum. Skot þeirra virðast mörg rúlla af hringnum á meðan að Stjarnan nær að keyra í bakið á þeim og fá oftar en ekki villu eða góð skot. Niðurstaðan að lokum sterkur sigur Stjörnunnar, 53-46.

Hver var munurinn?

Stjarnan gat á löngum köflum í leiknum lokað búðinni varnarlega með áræðinni vörn sinni. Sem var kannski stærsta ástæðan fyrir sigur þeirra í leiknum þar sem Fjölnir átti oftar en ekki í erfiðleikum með að láta boltann ganga innan liðsins. Einnig náðu þær að skjóta boltanum ágætlega í leiknum og þá unnu þær frákastabaráttuna.

Atkvæðamestar

Bestar í liði Stjörnunnar í dag voru Ísey Guttormsdóttir Frost með 16 stig, 4 fráköst og Berglind Hlynsdóttir með 14 stig, 7 fráköst, 3 stoðsendingar og 4 stolna bolta.

Fyrir Fjölni var Arna Rún Eyþórsdóttir með 10 stig, 7 fráköst og 3 stolna bolta. Þá skiluðu Aðalheiður María Davíðsdóttir 11 stigum, 10 fráköstum, 2 stolnum boltum, Katla Lind Guðjónsdóttir 12 stigum, 2 fráköstum, 6 stolnum boltum og Elín Heiða Hermannsdóttir 10 stigum og 8 fráköstum.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)

Fréttir
- Auglýsing -