spot_img
HomeBikarkeppniStjarnan bikarmeistarar í 10. flokk drengja

Stjarnan bikarmeistarar í 10. flokk drengja

Það var Stjarnan og Fjölnir sem spilaði um bikarmeistaratitilinn í 10. flokki drengja í kvöld. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en svo tóku Stjörnudrengir öll völd á vellinum og Orri Gunnarsson skoruðu að lokum glæsilega flautukörfu. Staðan eftir fyrsta leikhluta 18 – 6 Stjörnunni í vil.

Karl Oddur Andrason leikmaður Stjörnunnar átti frábæra innkomu í öðrum leikhluta og raðaði niður stigum fyrir Stjörnuna. Stjörnudrengir juku forystu sína í leikhlutanum og Fjölnir hafði engin svör. Þegar tæpar 2 mínútur voru eftir af leiknum tók Stjarnan leikhlé í stöðunni 31 – 14 Stjörnunni í vil. Fjölnir nýtti leikhléið betur en Stjörnudrengir og náðu að kroppa aðeins niður forystu Stjörnunnar síðustu mínúturnar. Staðan í hálfleik 32 – 18 Stjörnunni í vil.

Fjölnisdrengir voru lengi í klefanum að ræða málin í hálfleik. Þeir komu miklu grimmari í þriðja leikhluta heldur en fyrstu tvo. Fjölnir átti frábæran 2 – 7 kafla fyrstu mínúturnar og voru að pressa allan völlinn. Stjarnan vaknaði loks til lífs um miðbik leikhlutans og leystu úr pressunni og fóru að setja skotin sín. Fjölnir vann leikhlutann með einu stigi. Staðan fyrir loka leikhlutann 52 – 37 Stjörnunni í vil.

Stjarnan setti fyrstu 6 stigin í fjórða leikhluta og gerðu með því nánast út um leikinn. Fjölnisdrengir héldu áfram að berjast fram á síðustu mínútu en höfðu ekki erindi sem erfiði. Lokatölur 62 – 53.

Byrjunarlið:

Stjarnan: Brynjar Bogi Valdimarsson, Orri Gunnarsson, Mikael Freyr Snorrason, Davíð Óttarsson og Kristinn Jóhannsson.

Fjölnir: Ólafur Ingi Styrmisson, Hinrik Örn Davíðsson, Fannar Tómas Zimsen, Sófu Máni Bender og Þorgrímur Starri Halldórsson.

Þáttaskil:

Stjarnan tók öll völd á vellinum í lok fyrsta leikhluta og þeir héldu vel á spilunum og hleyptu Fjölni aldrei nálægt sér.

Tölfræðin lýgur ekki:

Stjörnudrengir hittu betur og tóku fleiri fráköst.

Hetjan:

Stjarnan: Karl Oddur Andrason, Mikael Frey Snorrasyni, Brynjar Bogi Valdimarsson og Orri Gunnarsson fóru fyrir Stjörnudrengjum og áttu magnaðan leik.

Fjölnir: Ólafur Ingi Styrmisson var bestur Fjölnisdrengja í leiknum.

Kjarninn:

Þetta fer í reynslubanka beggja liða. Stjörnumenn voru hreint frábærir í kvöld og áttu þennan sigur fyllilega skilið. Það verður gaman að fylgjast með þessum strákum í framtíðinni.

Tölfræði

Myndasafn

 

 

Fréttir
- Auglýsing -