Stjörnumenn mæta í Hertz-Hellinn í kvöld án Sæmundar Valdimarssonar sem er meiddur á ökkla. Sæmundur snéri sig á ökkla á æfingu með Stjörnunni í gær.
Meiðsli hafa sett smá strik í reikninginn hjá Sæmundi á leiktíðinni en hann verður ekki með í kvöld en Garðbæingar vonast til þess að hann verði klár í slaginn gegn Snæfell þann 27. febrúar næstkomandi.



