spot_img
HomeFréttirStjarnan ætlar að fjölmenna í Grindavík - Fríar sætaferðir

Stjarnan ætlar að fjölmenna í Grindavík – Fríar sætaferðir

Stjarnan mætir Grindavík í Grindavík í undanúrslitaeinvígi Dominos deildar karla í kvöld. Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir Grindavík eftir sigur liðsins í Ásgarði er liðin mættust í leik eitt. 

 

Garðbæingar geta því með tapi í kvöld lent upp við vegg fyrir þriðja leik liðanna. Sigra þarf þrjá leiki til að tryggja sæti í úrslitaeinvígi deildarinnar. 

 

Ávaxtabílinn býður uppá fríar sætaferðir til Grindavíkur fyrir stuðningsmenn Stjörnunnar. Bílinn leggur af stað kl 18:00 frá Ásgarði og skora forsvarsmenn Stjörnunnar á stuðningsmenn að fjölmenna í Röstina. 

 

Leikurinn hefst kl 19:15 og er í beinni  útsendingu á Stöð 2 sport. Karfan.is mun að sjálfsögðu fylgjast með leiknum og fjalla um hann. 

 

Fréttir
- Auglýsing -