spot_img
HomeFréttirStjarnan 6. sæti

Stjarnan 6. sæti

12:00
{mosimage}

(Kjartan Atli Kjartansson)

Liði Stjörnunnar er spáð 6. sæti í vetur og þ.a.l. sæti í úrslitakeppninni Stjarnan er að hefja sitt þriðja ár í úrvalsdeildinni frá upphafi og hefur aldrei komist í úrslitakeppnina. Fyrsta ár þeirra í úrvalsdeildinni féllu þeir og í fyrra voru þeir nýliðar og rétt misstu af úrslitakeppninni í lokaleik keppnistímabilsins.

Garðbæingar mega una við 6. sæti en mikil uppbygging á sér stað í Garðabæ. Stjarnan hefur fengið sterka leikmenn til liðs við sig eins og þá Justin Shouse og Ólaf Sigurðsson en þeir eru báðir leikstjórnendur. Justin hefur leikið hér á landi undanfarin ár við góðan orðstír en hann lék með Drangi og Snæfell og varð bikarmeistari með þeim á síðustu leiktíð. Ólafur kemur frá ÍR þar sem hann hefur leikið allan sinn feril. Liðið hefur einnig misst öfluga leikmenn eins og Dimitar Karadzovski og Sævar Haraldsson.

Stjarnan var einnig búin að semja við Nemanja Sovic en þurfti að láta hann fara vegna efnahagsástandsins en það setur sinn blett á lið Stjörnunnar eins og önnur lið.

Allar forsendur liggja fyrir að góður árangur náist í Garðabæ í vetur og er liðið með mjög sterkt byrjunarlið. Mikið mun mæða á varamönnum liðsins og er því mikilvægt að Bragi þjálfari finni rétti blönduna strax.

Ritstjórn Karfan.is

{mosimage}
(Jovan)

Fréttir
- Auglýsing -