Reykjavík Street Food Festival fer fram á Miðbakkanum í miðbæ Reykjavíkur í þessa dagana. Það er ansi sterk körfuboltatenging við hátíðina í ár en Vængjavagninn er í stóru hlutverki.
Í dag ætlar Vængjavagninn að vera með Stinger keppni á körfuboltavellinum á Miðbakkanum. Fyrir þá sem ekki þekkja Stinger er það körfuboltaleikur fyrir alla. Keppnin hefst kl 13:00 í dag, sunnudag á körfuboltavellinum. Justin Shouse verður að sjálfsögðu á staðnum og ekki ólíklegt að fleiri nafntogaðir einstaklingar mæti.
Það er til mikils að vinna en það eru vængir frá Vængjavagninum í verðlaun. Líklega bestu vængir landsins.
Vagninn er rekin af þeim Justin Shouse og Lýði Vignissyni sem hafa báðir mikla tengingu við íslenskan körfubolta. Körfuboltafjölskyldan hefur verið ansi dugleg að mæta í vagninn og er óhætt að segja að vængirnir hafi fengið frábæra dóma.
Vængjavagninn hlaut verðlaun sem Besti Smábitinn á hátíðinni og var í öðru sæti í valinu á besta matarvagninum. Þá er hægt að kjósa vagninn sem Götubiti fólksins 2020 hér:
Það hefur heldur betur ræst úr veðurspá dagsins og því við tilvalið að mæta á Miðbakkann í Stinger og fá sér nokkra vængi.