spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaStigahæstur gegn Kirchheim

Stigahæstur gegn Kirchheim

Hilmar Pétursson og Munster lögðu Kirchheim í Pro A deildinni í Þýskalandi, 89-75.

Hilmar lék rúmar 25 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 13 stigum, frákasti og stoðsendingu, en hann var stigahæstur í liði Munster í leiknum.

Sigurinn var nokkuð mikilvægur fyrir Munster í baráttunni um sæti í úrslitakeppni deildarinnar, en með honum fara þeir í 7. sætið með 36 stig, 4 stigum fyrir ofan Bremerhaven og Dresden sem eru í 9.-10. sætinu með 32 stig.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -