spot_img

Stewart í Stjörnuna

Stjarnan hefur samið við hina bandarísku Denia Davis-Stewart um að leika með liðinu í Subway deild kvenna á komandi tímabili. Davis-Stewart er 25 ára framherji sem hefur leikið í Grikklandi, Ungverjalandi og Rúmeníu á sínum atvinnumannaferli. Þar áður lék hún með liði Merrimack Warriors í Norðaustur deild NCAA division 1 við góðan orðstír.

Stjarnan eru nýliðar í Subway deildinni, en liðið vann 1. deild kvenna á síðustu leiktíð með ungt og spennandi lið.

Fréttir
- Auglýsing -