spot_img
HomeFréttirSteve Kerr verður lengur frá vegna veikinda

Steve Kerr verður lengur frá vegna veikinda

 

Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors og einn besti þjálfari deildarinnar hefur tilkynnt að hann þurfi að vera enn lengur frá vegna veikinda sem hann hefur verið að glíma við. Kerr missti af síðasta leik liðsins í úrslitakeppnisviðureigninni við Portland Trailblazers og mun jafnvel þurfa að vera frá alla úrslitakeppnina.

 

Veikindin lýsa sér í því að mænuvökvinn hjá honum lekur og það veldur gríðarlegum sársauka og ógleði. Þetta eru sömu veikindi og héldu honum frá hliðarlínunni í 43 leiki á síðasta tímabili. Mike Brown mun stjórna liðinu í fjarrveru Kerr.

 

Við hér á karfan.is óskum honum góðs bata.

Fréttir
- Auglýsing -