Eins og búast mátti við hafa grínverjar í Bandaríkjunum fengið drjúgan efnivið í dramatíkinni kringum LeBron James og hans tilfærslu frá Cleveland Cavaliers til Miami Heat. Mesta athygli hefur þáttur LeBrons fengið þar sem hann tilkynnti um ákvörðun sína í klukkustundar löngum sjónvarpsþætti á ESPN stöðinni.
Paul Rudd og Steve Carrell, grínleikararnir góðkunnu, hafa nú leitt saman hesta sína í skopstælingu af ,,The Decision“ eins og sjónvarpsþáttur James var kallaður.