16:00
{mosimage}
Eurobasket.com heldur úti sínum eigin styrkleikalista yfir sterkustu félagslið í Evrópu. Birta þeir listann vikulega þar sem þeir raða 100 bestu liðunum. Samkvæmt síðasta lista er gríska liðið Panathinaikos sterkasta liðið. Lottomatica Roma lið Jón Arnórs Stefánssonar er í 37.-40. sæti.
Eurobasket.com er stærsta vefsíða í heimi um körfubolta en þar er hægt að finna m.a. umfjöllun um íslenskan körfubolta.
Listinn er þannig samsettur að lið fá stig fyrir frammistöðu í deildarkeppni og í Evrópukeppni og vega leikir mis mikið. Einnig fá félagslið stig eftir hvað land þeirra er sterkt. Allt er þetta reiknað saman og fá liðin út stigafjölda og er hann notaður til að setja saman listann. Það eru sjö atriði sem skipta máli:
1. Styrkleiki deildar.
2. Þátttaka í Evrópukeppni – Evrópukeppnirnar eru mis sterkar og gefa mis mörg stig.
3. Úrslit félagsliða í Evrópukeppnum.
4. Úrslit allra félagsliða frá ákveðnu landi í Evrópukeppnum.
5. Frammistaða síðustu fimm vikna.
6. Leikir í úrslitakeppni vega meira en deildarleikir.
7. Lönd eru líka metin út frá árangri síðasta tímabils.
Listinn:
1. sæti: Panahtinaikos(Grikkland) 118 stig
2. sæti: CSKA Moskva(Rússland) 113 stig
3. sæti: Khimky(Rússland) 105 stig
4. sæti: Real Madrid(Spánn) 103 stig
5. sæti: Olympiakos(Grikkland) 102 stig
Mynd: Eurobasket.com