spot_img
HomeFréttirSterkur varnarleikur Vals skóp öruggan sigur

Sterkur varnarleikur Vals skóp öruggan sigur

Valur lagði Keflavík í kvöld í fjórðu umferð Dominos deildar kvenna með 82 stigum gegn 51. Eftir leikinn er Valur sem fyrr í efsta sætinu taplausar á meðan að Keflavík er við miðja deild með tvo leiki og tvo sigra.

Valur komst í 9-2 Kamilla Sól hjá Keflavík sneri sig  á ökkla og fór útaf og Valur gekk á lagið og jók forystuna í 14-4. Þá tók Keflavík áhlaup og skoraði næstu 10 stig og jafna 14-14 en Valsliðið nær forystunni á ný og leiðir eftir fyrsta leikhluta 21-17.

Valsliðið nær fljótlega aftur 10 stiga mun í öðrum leikhluta og bætir um betur og Keflavík tekur leikhlé eftir 2 mínútur og forysta Vals komin í 13 stig 30-17. Þristar frá Guðbjörgu og Sylvíu Rún auka forystuna í 36-17 en vörn Vals hefur náð að halda Daniellu án stiga til þessa! Mistök beggja liða einkanna næstu mínútur en Daniella skorar þó sín fyrstu stig og Keflavíkur í leikhlutanum þegar 3 mínútur eru eftir af fyrsta leikhluta. Valsliðið er sterkara í fyrii hálfleik og leiðir verðskuldað í leikhlé 46-24.

Mistök hjá báðum liðum einkenna fyrstu mínútur seinni hálfleiks en Keflavík nær nokkrum körfum gegn einni frá Val og eftir 5 mínútur  í þriðja leikhluta er staðan 51-31 fyrir Val. Liðin skiptast svo á körfum og Valur er yfir 62-38 fyrir lokaleikhlutann. Munurinn fer upp í 35 stig þegar 5 mínútur eru eftir af leiknum 75-38 en Valsliðið skorar fyrstu 13 stig leikhlutans þegar Daniella skorar fyrstu stig Keflavíkur þegar 5 mínútur eru eftir. 

Valsliðið er miklu sterkari aðilinn í leiknum og vinnur öruggan sigur 82-51

Vendipunkturinn:

Valsliðið virkaði hreinlega sterkara allan leikinn og vörnin hélt Daniellu að mestu niðri og má því segja að varnartaktík Valsliðsins hafi gengið upp og verið munurinn á liðunum. Valsliðið vinnu m.a. frákastabaráttuna 56-40! Keflavíkurliðið komst að því er virtist aldrei í gang í leiknum gegn sterkri vörn Valskvenna.

Hetjan:

Erfitt að taka leikmenn út úr sterku Valsliðinu en Kiana náði tvöfaldri tvennu með 22  stig og 10 stoðsendingar og Helena með 9 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar voru mest áberandi. Keflavíkurliðið vill eflaust gleyma þessu leik sem fyrst og einbeita sér að næsta leik.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Umfjöllun / Hannes Birgir

Myndir / Guðlaugur Ottesen

Fréttir
- Auglýsing -