spot_img
HomeFréttirSterkur þriðji leikhluti kom Hamri í 1-0

Sterkur þriðji leikhluti kom Hamri í 1-0

Hamar tók í kvöld 1-0 forystu í undanúrslitaeinvíginu gegn Hetti í 1. deild karla. Liðin mætast í sínum öðrum leik á Egilsstöðum en þar dugir Hamri sigur til að komast í úrslitaeinvígið en Höttur þarf sigur til að krækja sér í oddaleik í Blómabænum Hveragerði.
 
Í Hveragerði byrjuðu heimamenn með troðslu, Hollis í fyrstu sókn en Höttur jafnaði og setti þrist í kjölfarið áður en heimamenn settu eitt stykki 3ja stiga á móti og 5-5 í fjörlegri byrjun. Hattarmenn settu sig í forystusætið og leiddu eftir þetta meðan Örn og Lárus þjálfari fengu hvíld með 2 villur strax eftir 7 mínútur. Gestirnir að austan leiddu 21-22 eftir fyrsta leikhluta.
 
Í öðrum leikhluta var sama upp á teningnum án þess að Hattamenn næðu afgerandi forystu. Eina sem Hamarsmenn náðu frumkvæði í var villur en Örn og Lárus voru hvíldir drjúgan part 3ja leikhluta með 3 villur og var það skarð fyrir skyldi þar sem Örn virtist vera eini sem hitti almennilega úr sínum skotum hjá heimamönnum. Hjá Hetti var Autin Bracey sjóðjheitur og hitti nánast öllu sem hann skaut á körfuna. Þrátt fyrir að komast í 23-31 náðu Hattarmenn ekki að hrista heimamenn af sér og gömlu karlarnir í Hamar, þeir Lárus Jóns og Hallgrímur settu sitthvorn þristinn og jöfnuðu 33-33 en Bracey splæsti einum þrist í andlit heimamanna um hæl. Staðan í sjoppuhlé 40-42 fyrir Hattarmenn eftir að Eysteinn Bjarni setti 2 vitaskot ofaní rétt fyrir hlé og heimamönnum mistókst síðasta sóknin.
 
Ekki var um nein villuvanræði að ræða hjá austan-mönnum en heimamenn virtust sakna þess að Örn var mikið út af fyrir hlé og Lárus einnig en báðir með 3 villur. Hjá Hetti virtist Sandidge ekki ná sér á strik en hann fiskaði nokkar dýrmætar villurnar á heimamenn að sama skapi.
 
3.leikhlut spilaðist svipað og hingað til en liðin skiptust nú á að hafa forustu fram að stöðunni 49-47 breyttist staðan á stuttum tíma í 66-49 og tæpar 2 mínútur lifðu af leikhlutanum. Hér small vörn heimamanna algerlega og allt virtist ofaní hjá Hamri meðan lukkan var farin út og suður hjá Hattarmönnum. Leikhlutinn endaði þó á tveim stigum frá Frost Hattarmanns og fyrrum Hamarsspilara og 66-51 nokkuð vænlegt fyrir heimamenn.
 
Eftirleikurinn í 4. leikhluta var auðveldur og mest munaði 20 stigum en Hattarmenn komu alltaf til baka aftur. Þegar rúmar 2 mínútur voru eftir leiks tók Hamar leikhlé þegar Höttur minnkaði í 77-67 með þrist frá Viðari Erni. Enn möguleiki hjá gestunum. Hamar gerði þó út um þær vonur strax eftir leikhlé með 4 stigum frá Erni og munurinn hélst nokurnveginn eftir það. Leikurinn endaði 86-73 þar sem heimamenn nýttu sér að spila á fleiri leikmönnum en Höttur og breiddin aðeins meiri þetta kvöldið.
 
Örn var með 18 stig eins og Hollis en hann tók 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar að auki. Raggi Nat tók 17 fráköst og setti 11 stig og Oddur Ólafs 9 stig. Gamla settið hjá heimamönnum voru afbragð þar sem Haddi Brill var með 100% skotnýtingu og 8 stig en Lárus Jóns setti einnig 8 stig og gaf 9 stoðsendingar, aðrir minna.
 
Hjá gestunum var Bracey með 26 stig og 26 framlagsstig í kvöld. Sandidge var með 15 stig og 12 fráköst, Viðar Örn 10 stig og Andri Kristleifs einnig 10 stig en aðrir minna.
Liðin eiga leik aftur á föstudag á Eigilstöðum kl. 18.30 en tvo sigra þarf til að fara áfram í úrlitarimmuna um sætið góða í úrvalsdeild næsta haust.
 
 
Mynd/ Sævar Logi Ólafsson
Umfjöllun/ Anton Tómasson
 
  
Fréttir
- Auglýsing -