spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaSterkur sjö stiga sigur Keflavíkur á Sunnubrautinni

Sterkur sjö stiga sigur Keflavíkur á Sunnubrautinni

Keflavík hafði betur gegn Tindastóli í Blue höllinni í kvöld í Bónus deild kvenna, 82-75.

Eftir leikinn er Keflavík í 6. sæti deildarinnar með 18 stig á meðan Tindastóll er í 8. sætinu með 10 stig.

Heimakonur í Keflavík hófu leik kvöldsins betur og leiddu með 5 stigum að fyrsta fjórðung loknum. Stólarnir ná þó að halda leiknum spennandi og ná naumlega að snúa taflinu sér í vil áður en liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 37-38

Keflavík nær svo aftur fínum sprettum í byrjun seinni hálfleiks og eru aftur komnar í nauma forystu fyrir lokaleikhlutann, 59-54. Heimakonur gera vel á lokamínútunum. Láta forystuna aldrei af hendi í þeim fjórða og vinna að lokum sterkan sigur, 82-75.

Stigahæstar fyrir Keflavík í kvöld voru Sara Rún Hinriksdóttir með 18 stig og Keishana Washington og Thelma Dís Ágústsdóttir með 16 stig hvor.

Fyrir Stólana var stigahæst Marta Hermida með 34 stig og Madison Sutton bætti við 20 stigum.

Tölfræði leiks

Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 18/5 fráköst, Keishana Washington 16/9 fráköst/10 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 16/4 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 12, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 12/6 fráköst, Sofie Tryggedsson Preetzmann 3/4 fráköst, Angelina Turmel 3/10 fráköst/5 varin skot, Agnes María Svansdóttir 2, María Jónsdóttir 0, Eva Kristín Karlsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0.


Tindastóll: Marta Hermida 34/6 fráköst/5 stoðsendingar, Madison Anne Sutton 20/8 fráköst/9 stoðsendingar/7 stolnir, Oceane Kounkou 10/5 fráköst, Emma Katrín Helgadóttir 5, Inga Sólveig Sigurðardóttir 3, Rannveig Guðmundsdóttir 3, Eva Run Dagsdottir 0, Brynja Líf Júlíusdóttir 0.

Fréttir
- Auglýsing -