spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaSterkur sigur Vals gegn nýliðunum

Sterkur sigur Vals gegn nýliðunum

Valskonur unnu fjögurra stiga sigur gegn Ármanni í N1 höllinni í kvöld í Bónus deild kvenna, 83-79.

Valur fer með sigrinum upp í 3. sæti deildarinnar þar sem þær sitja með 18 stig, en Ármann er í 9. sæti deildarinnar með 4 stig.

Heimakonur hófu leik kvöldsins betur og leiddu með 7 stigum að fyrsta fjórðung loknum, 22-15. Ármenningar gera ágætlega að hanga í Val undir lok fyrri hálfleiksins, en þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik er munurinn þó 9 stig, 44-35.

Gestirnir úr Laugardalnum mæta svo með miklum krafti til leiks í seinni hálfleiknum. Ná hægt og bítandi að vinna á forskoti heimakvenna og eru sjálfar komnar með forystuna fyrir lokaleikhlutann, 57-58.

Ármann nær ekki að hanga á forskoti sínu lengi. Heimakonur snúa taflinu sér í vil á upphafsmínútumn þess fjórða og halda forskotinu út leikinn. Þurfa þó nokkuð að hafa fyrir því, en fá stórar körfur frá Söru Líf Boama, Dagbjörtu Dögg Karlsdóttur og Þórönnu Kiku Hodge Carr til að tryggja sér að lokum nokkuð sterkan fjögurra stiga sigur, 83-79.

Stigahæstar fyrir Val í leiknum voru Reshawna Stone með 25 stig og Dagbjört Dögg Karlsdóttir með 20 stig.

Fyrir Ármann var Kylie Lucas með 21 stig og Jónína Þórdís Karlsdóttir með 20 stig.

Tölfræði leiks

Valur: Reshawna Rosie Stone 25/6 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 20, Þóranna Kika Hodge-Carr 16/10 fráköst/7 stoðsendingar, Ásta Júlía Grímsdóttir 10/5 fráköst, Sara Líf Boama 7/15 fráköst, Ásdís Elva Jónsdóttir 3, Ísey Ísis Guttormsdóttir Frost 2, Fatima Rós Joof 0, Berta María Þorkelsdóttir 0, Hanna Gróa Halldórsdóttir 0, Guðbjörg Sverrisdóttir 0/5 fráköst.


Ármann: Kylie Savannah Kornegay-Lucas 21/10 fráköst, Jónína Þórdís Karlsdóttir 20/10 fráköst/8 stoðsendingar, Nabaweeyah Ayomide McGill 18/4 varin skot, Dzana Crnac 14/7 fráköst, Aníka Linda Hjálmarsdóttir 3, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 3, Þóra Birna Ingvarsdóttir 0, Auður Hreinsdóttir 0, Rakel Sif Grétarsdóttir 0, Brynja Benediktsdóttir 0, Sigríður Ása Ágústsdóttir 0, Cirkeline Sofie Mehrenst Rimdal 0.

Fréttir
- Auglýsing -