spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaSterkur sigur Keflavíkur á Ásvöllum 

Sterkur sigur Keflavíkur á Ásvöllum 

Fyrir leik

Hér í kvöld mættust lið Hauka og Keflavíkur í 4.umferð Dominos deildar kvenna. Staðan í deildinni fyrir leik var þannig að Haukakonur sátu í 3.sæti deildarinnar með 4 stig en Keflvíkingar voru í 6.sæti með 2 stig.

Gangur leiks

Leikurinn fór jafnt og spennandi af stað, liðin skiptust á körfum og héldust í hendur framan af. Keflavíkurstúlkur náðu aðeins að klóra sig framúr heimastúlkum og leiddu að lok 1.leikhluta 19-29.

Keflavík hélt áfram að pressa vel og voru að vinna boltann hátt uppi á vellinum oft og spiluðu hörkuvörn, Haukakonur voru í miklum vandræðum til að byrja með en náðu aftur smá jafnvægi á sinn leik og komu sér hægt og bítandi meira og meira inní leikinn aftur. Það virtist þó vera að Keflvíkingarnir ættu alltaf svör við sóknum Haukanna og gáfu þær bara í og náðu aftur fínni forystu. Staðan í hálfleik 35-49 gestunum úr Keflavík í vil.

Keflavík mættu öflugar út í seinni hálfleikinn og skoruðu vel til að byrja með, Haukarnir ennþá að elta og virtust oft mjög ráðavilltar í sóknarleiknum. Þegar ekkert virtist ganga upp hjá Haukum þá fór allt í einu eitthvað að smella og sóknin fór að ganga mikið betur, Haukakonur settu nokkur stig í röð og voru komnar betur inní leikinn aftur. Stemmingin virtist vera Haukamegin þegar leikhlutinn var að klárast, Keflavík með 10 stiga forystu og spennandi lokaleikhluti að fara af stað. 54-64.

Keflavík stigu all svakalega á bensíngjöfina í 4.leikhluta og náðu að koma sér þægilega frammúr Haukunum. Haukaliðið virtist vera orðið bensínlaust og nýttu Keflavík sér það. Leik lauk með 69-86 sigri Keflavíkur.

Lykillinn

Flott varnarframmistaða Keflavíkur skilaði þessum. Spiluðu algjörlega frábæra vörn í fyrri hálfleik og byrjun 3.leikhluta. Stórleikur Brittany Dinkins á líka stórann þátt í þesum sigri, gjörsamlega geggjuð og hlóð hún í lítil 38 stig.

Kjarninn

Bæði lið voru að fá púkk frá mörgum leikmönnum og hjálpaði það Keflavík að Brittanny þurfti ekki bera sóknarþungan heldur voru stelpurnar í kringum hana að setja skotin sín niður. Birna Valgerður átti fínasta leik hérna í kvöld sem og Katla Rún.

Samantektin

Þessi sigur fleytir Keflavík upp að hlið Hauka í deildinni, bæði lið með 4 stig eftir 4 umferðir í deildinni. Flottur leikur hérna í kvöld en maður hefði viljað sjá meiri spennu undir lokin, sterkur sigur Keflavíkur á Ásvöllum.

Tölfræði leiksins

Umfjöllun: Axel Örn Sæmundsson

Fréttir
- Auglýsing -