spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaSterkur sigur Fjölniskvenna á Akureyri - Sá fyrsti síðan í nóvember

Sterkur sigur Fjölniskvenna á Akureyri – Sá fyrsti síðan í nóvember

Fjölnir lagði Þór á Akureyri í kvöld í B deild Subway deildar kvenna, 70-79.

Eftir leikinn er Þór í 1.-2. sæti B deildarinnar með átta sigra líkt og Valur á meðan að Fjölnir er í 3. sætinu með þrjá sigra það sem af er tímabili.

Atkvæðamestar fyrir Þór í leiknum voru Lore Devos með 20 stig, 9 fráköst og Eva Wium Elíasdóttir með 18 stig og 4 stoðsendingar.

Fyrir Fjölni var það Korinne Campbell sem dró vagninn með 31 stigi og 14 fráköstum. Henni næst var Raquel Laneiro með 27 stig, 7 fráköst og 11 stoðsendingar.

Sigurinn sem Fjölnir vann í leik kvöldsins lét bíða eilítið eftir sér, en síðast unnu þær leik þann 19. nóvember á síðasta ári þegar þær skelltu Blikum í Smáranum í 8. umferð deildarinnar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -