spot_img
HomeFréttirSterkur heimasigur í fjarveru Magnúsar

Sterkur heimasigur í fjarveru Magnúsar

05:30 

{mosimage}

 

(Þröstur Leó Jóhannsson sækir að körfu Þórs)

 

 

 

Sebastian Hermanier og Arnar Freyr Jónsson gerðu báðir 17 stig fyrir Keflavík þegar liðið lagði Þór frá Þorlákshöfn 86-71 í Sláturhúsinu í Keflavík. Snæfell lagði ÍR í Hólminum svo Keflvíkingar eru enn í 5. sæti deildarinnar en nú með 20 stig. Þröstur Leó Jóhannsson átti einnig góðan dag og gerði 16 stig en Keflvíkingar léku án Bandaríkjamanns og þá var fyrirliðinn Magnús Þór Gunnarsson fjarri góðu gamni. Þess má geta að á föstudagskvöld verður haldinn styrktarleikur í Sláturhúsinu til handa Magnúsi og fjölskyldu hans en íbúð þeirra í Reykjanesbæ skemmdist mikið í húsbruna fyrir skemmstu. Leikurinn hefst kl. 19:00 annað kvöld og er aðgangseyrir kr. 500 og mun allur ágóðinn renna til Magnúsar og fjölskyldu hans.

 

Jafnt var með liðunum í upphafi leiks og var staðan 19-25 fyrir Þór að loknum fyrsta leikhluta en í öðrum leikhluta settu Keflvíkingar í fluggír og breyttu stöðunni í 46-37 fyrir leikhlé. Eftir það höfðu Keflvíkingar fín tök á leiknum og er óhætt að segja að sigur þeirra hafi aldrei verið í stórvægilegri hættu í síðari háflleik.

 

Hjá Þór gerður þeir Rob Hodgson og Damon Bailey báðir 22 stig en Bailey tók auk þess 12 fráköst í leiknum.

 

Frétt og mynd af www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -