21:37
{mosimage}
(Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, með afrakstur kvöldsins)
KR varð í kvöld Meistari meistaranna þegar þeir lögðu ÍR að velli, 75-62, í úrslitaleik. Leikurinn var keimlíkur úrslitaleik þessara liða í Reykjavíkurmótinu en þá hafði KR sigur með góðum leikkafla á endasprettinum alveg eins og í kvöld.
KR hóf leikinn sterkt og skoruðu fyrstu átta stig leiksins áður en ÍR-ingar komust á blað. ÍR jöfnuðu sig á slakri byrjun og var leikurinn í járnum allan fyrsta og annan leikhluta. ÍR komst fyrst yfir þegar Marko Palada setti tvö stig og kom þeim í 29-30. KR skoraði næstu sex stig leiksins en ÍR-ingar minnkuðu muninn fyrir lok fyrri hálfleiks og því munaði aðeins tveim stigum að honum loknum, 35-33.
Þriðji leikhluti var spennandi og jafn allan tímann. Liðin skiptust á körfum og hvorugt liðanna náði tökum á leiknum. Í stöðunni 49-49 skoruðu KR-ingar 7 stig og virtust vera að stinga af en ÍR-ingar skoruðu sex stig og staðan eftir þrjá leikhluta var 56-55.
Góð byrjun KR-inga í fjórða leikhluta hjálpaði þeim að leggja grunn að sigri í kvöld en KR skoraði fyrstu sjö stig leikhlutans. ÍR voru þó fljótir að komast á blað og leikurinn jafnaðist en KR náði öðrum góðum sprett og eftir það áttu ÍR-ingar engin svör. Lokatölur voru 75-62 og KR-ingar komnir með titil í hús.
Stigahæstur hjá KR var Joshua Helm með 25 stig og 19 fráköst og Pálmi Sigurgeirsson skoraði 14 stig.
Hjá ÍR var Hreggviður Magnússon með 18 stig og Sveinbjörn Claesen skoraði 17.
mynd og frétt: [email protected]



