spot_img
HomeFréttirStephon Marbury: Ég elska New York

Stephon Marbury: Ég elska New York

15:00

{mosimage}
(Hefur hann leikið sinn síðasta leik fyrir New York?)

Leikstjórnandinn Stephon Marbury segist vilja spila fyrir New York á næsta ári og að hann er byrjaður að undirbúa sig fyrir komu nýja þjálfarans Mike D´Antoni. Marbury telur sig geta stýrt sóknarleik hans sem þykir afar hraður.

Síðan D´Antoni tók við New York hafa nokkrir leikmenn verið orðaðir við félagið eins og leikstjórnandinn T.J. Ford og þeir Leandro Barbosa og Boris Diaw. Er talið að D´Antoni muni bjóða Phoenix að fá Marbury í skiptum fyrir Barbosa og Diaw.

Margir leikmenn voru orðaðir við brottför frá New York í fyrra og þar á meðal Stephon Marbury en stór samningur hans fældi mörg lið frá. Hann mun þéna 22$ milljónir dala á næsta ári en það er lokaárið á samning hans. Fyrir vikið gæti hann orðið spennandi fyrir sum lið.

Marbury sagðist vilja spila fyrir New York á næsta tímabili. ,,Ég elska Knicks. Síðasta ár var fullt af drama fyrir alla og þá sérstaklega mis sjálfan. Í vetur er ný stjórn,” sagði Marbury vongóður um eitt ár í viðbót í New York.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -