spot_img
HomeFréttirStephen Curry setur enn eitt þriggja stiga metið

Stephen Curry setur enn eitt þriggja stiga metið

Stephen Curry skoraði 273. þriggja stiga körfum sína gegn Portland Trail Blazers um daginn og hefur því bætt eigið met síðan á leiktíðinni 2012-2013 sem var 272 þristar.

 

Þegar þetta er skrifað hefur Curry sett niður 276 þrista á þessari leiktíð og það í 625 tilraunum, sem gefu 44,2% nýtingu.

 

Það verður að viðurkennast að maðurinn getur skotið boltanum þegar hann er með svona háa nýtingu í þetta mörgum tilraunum.

 

Curry á nú 3 sæti á lista yfir 5 bestu þriggja stiga skota leiktíðir leikmanna í NBA deildinni frá upphafi. Nýting Curry er betri í toppsætinu en hjá Ray Allen 2005-2006 og Dennis Scott 1995-1996 sem verma hin 2 sætin.

 

 

Mynd:  Forbes.com

Fréttir
- Auglýsing -