spot_img
HomeFréttirStelpurnar í U-16 sigra Noreg auðveldlega

Stelpurnar í U-16 sigra Noreg auðveldlega

Stelurnar eiga frábæran dag hérna í Kisakallio og valta yfir Norska liðið 90-24. Þær enda mótið í öðru sæti. Frábær árangur hjá þeim, 4 sigrar og eitt tap á Norðurlandamótinu.

Fyrir leik

Fyrir leikinn höfðu stelpurnar unnið þrjá og tapað einum, þær eru öruggar í 2.sæti sama hvernig þessi leikur fer. En alltaf gott að loka mótinu með sigri til að taka með sér heim.

Leikurinn

Norsku stelpurnar byrja leikinn á 4-0 kafla, stelpurnar þurfa að ná einbeitingu þótt þær séu komnar með 2 sætið. Stelpurnar svara þessu með 21-0 kafla, þær eru að valta yfir norska liðið. 21-4 eftir fyrsta leikhluta.

Annar leikhluti er byrjar frekar jafn, Norsku stelpurnar eru samt ekki að ná að komast í gegnum Íslensku vörnina, stelpurnar að eiga frábærann leik bæði í vörn og sókn. Þessi leikur verður aldrei spennandi héðan í frá. Staðan í hálfleik er 51-12

Í seinni hálfleik fer lestin bara aftur af stað stelpurnar eru ekki í neinum einustu vandræðum hérna í dag. Vörnin fín og flottur sóknarleikur oft á tíðum. Þetta er löngu búið staðan eftir þriðja leikhluta er 74-18

Stelpurnar héldu svo bara áfram á sömu nótum, lokuðu vörninni sinni og opnuðu hana hinmeginn. Lokatölur 90-24.

Kolbrún María Ármannsdóttir og Jóhanna Ýr Ágústsdóttir voru í úrvalsliði mótsins

Kolbrún María Ármannsdóttir var svo valin Besti leikmaður mótsins

Tölfræði leiksins

Myndasafn

Viðtöl

Hanna Gróa Halldórsdóttir
Ólöf María Bergvinsdóttir

Norðurlandamótinu í Kisakallio árið 2023 er þá lokið hjá stelpunum og næsta verkefni þeirra er Evrópumótið í Svartfjallalandi.

Fréttir
- Auglýsing -