spot_img
HomeFréttirStelpurnar á leið til Finnlands

Stelpurnar á leið til Finnlands

{mosimage}

Stelpurnar í 16 ára landsliði kvenna fara á morgun til Jyväskylä í Finnlandi þar sem b-deild evrópukeppninnar fer fram í ár. Íslenska liðið er í riðli með Finnlandi, Búlgaríu og Slóveníu og spilar sinn fyrsta leik sinn gegn gestgjöfum Finna á föstudaginn klukkan 17.15 að íslenskum tíma. Á undan leiknum verður opnunarhátíð mótsins. Þetta er í þriðja skiptið sem Ísland sendir lið til leiks í Evrópukeppni 16 ára landsliða kvenna en fjórir leikmenn liðsins voru með í sömu keppni fyrir ári síðan. Stelpurnar ellefu sem skipa íslenska hópinn hafa æft vel undir stjórn Yngva Gunnlaugssonar að undanförnu og eru tilbúnar í slaginn.

Alls taka sauttán þjóðir þátt í b-deild evrópukeppninnar að þessu sinni en sextán þjóðir spila í a-deildinni sem fer á sama tíma fram í Kosice i Slóvakíu. Liðunum sautján er skipt niður í fjóra riðla, þrjá með fjórum liðum og einn með fimm liðum. Efstu tvær þjóðirnar í hverjum riðli komast í milliriðilinn þar sem barist er um sæti 1 til 8 en hinar þjóðirnar fara niður í milliriðila þar sem barist er um sæti 9 til 17.

Fjórar stelpur tók þótt í evrópukeppni 16 ára liða í Eistlandi fyrir ári síðan en íslenska liðið endaði þá í 15. sæti. Þeir leikmenn sem búa að þeirri reynslu eru þær Hafrún Hálfdanardóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Ingibjörg Jakobsdóttir og Kristín Fjóla Reynisdóttir. Tveir leikmenn liðsins, Lóa Dís Másdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir, munu hinsvegar leika sína fyrstu landsleiki í þessu móti. Þær Lóa Dís og Guðbjörg voru ekki með á Norðulandamótinu í maí en Guðbjörg er yngsti leikmaður liðsins að þessu sinni.

Leikir íslenska liðsins í Finnlandi:

– Riðlakeppnin –
Ísland-Finnland Föstudagur 4. ágúst Kl.17.15
Ísland-Búlgaría Laugardagur 5. ágúst Kl.17.15
Ísland-Slóvenía Sunnudagur 6. ágúst Kl.15.00
– Milliriðlar –
8., 9. og 10. ágúst.
– Leikir um sæti –
11., 12. og 13. ágúst.

Frétt og mynd af www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -