spot_img
HomeFréttirStelpur í körfu

Stelpur í körfu

 

Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur ákveðið að reyna að virkja þann kraft og gleði sem þeir telji að búi í þeim fjölmörgu stelpum sem að búa í Kópavogi með því að bjóða þeim frítt að æfa út þetta tímabil. Almennt eru stúlkur sem iðka íþróttir færri en strákar og er þetta því gert í þeirri von að bilið verði jafnað. Það skal þó tekið fram að þó að stelpur séu sérstaklega hvattar til þess að koma og æfa, þá er öllum nýjum iðkendum, bæði strákum og stelpum boðið að æfa frítt út þetta tímabil. Hjá félaginu starfa margir hæfir þjálfarar sem hafa það allir sameiginlegt að bíða spenntir eftir nýjum iðkendum sem langar að prófa að koma að æfa.

 

Hérna er æfingatafla Breiðabliks

 

Hérna er tilkynning körfuknattleiksdeildarinnar:

 

Fréttir
- Auglýsing -