spot_img
HomeFréttirStelpu Körfubolta Akademía

Stelpu Körfubolta Akademía

 

Fjölnir hefur ákveðið að setja af stað körfubolta akademíu fyrir stelpur fæddar 2003-2006. Æfingarnar fara fram í Rimaskóla frá kl:12-14 alla virka daga frá 13. júní til 1. júlí. Umsjónarmaður er Sævaldur Bjarnason þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Fjölni. Skráning fer fram hér og kostar litlar 13.000 kr. að taka þátt. Öllum frekari spurningum svarar Sævaldur í síma 893-8052 eða á póstfanginu [email protected].

 

Fréttatilkynning:

"Áhugsamar stelpur í Grafarvogi og höfuðborgarsvæðinu öllu eru velkomnar í sumar körfubolta Akademíu Fjölnis. Strætósamgöngur eru mjög góðar inn í voginn fagra úr flestum hverfum höfuðborgarsvæðisins.
Landsliðskonur og menn ætla kíkja í heimsókn og við stefnum á að hafa þetta metnaðarfullt og skemmtilegt prógram í sumar þar sem einstaklingsæfingar eru í forgrunni en auðvitað mikið spil og jákvætt andrúmsloft.
Vonandi sjáum við sem flestar og áhugsamir geta deilt þessu hvar sem þeir vilja.

Áfram Körfubolti"

Fréttir
- Auglýsing -