spot_img
HomeFréttirStella hætt hjá Val

Stella hætt hjá Val

06:30
{mosimage}

(Stella í leik gegn Haukum með Val fyrr á þessari leiktíð) 

Bakvörðurinn Stella Rún Kristjánsdóttir er hætt að leika með liði Vals í Iceland Express deild kvenna af persónulegum ástæðum. Þetta er mikil blóðtaka fyrir Val þar sem Stella hefur gert 9,4 stig að meðaltali í leik í þeim fimm deilarleikjum sem hún hefur leikið fyrir liðið á þessari leiktíð. 

Stella Rún er búsett í Keflavík og sagði í samtali við Karfan.is að það yrði einn á heimilinu sáttur ef hún myndi ganga til liðs við topplið Keflavíkur en sambýlismaður hennar er frá Keflavík. 

,,Mig langar til þess að spila en núna er ég búin að vera frá í mánuð og ég veit ekki hvað ég geri. Hvort ég taki mér frí frá körfu út þennan vetur eða fari í annað lið. Því lengur sem maður er frá því erfiðara er að byrja aftur en þetta er allt óráðið að svo stöddu,” sagði Stella í samtali við Karfan.is 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -