spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaSteindauðar Njarðvíkurstúlkur lifnuðu við

Steindauðar Njarðvíkurstúlkur lifnuðu við

Njarðvíkingar tóku á móti Stjörnunni í 1. deild kvenna í Njarðtaksgryfjiunni í kvöld. Gestirnir byrjuðu miklu betur og skoruðu fyrstu 9 stigin og heimastúlkur voru stigalausar í tæpar 5 mínútur. Stjörnustúlkur stjórnuðu leiknum áfram og skoruðu næstu 8 stig áður en Njarðvík náðu að svara. Staðan eftir fyrsta leikhluta 9 – 19 gestunum í vil. 

Njarðvík byrjaði annan leikhluta betur og settu 6 stig á móti 2 frá gestunum á fyrstu tveim mínútunum. Heimastúlkur jöfnuðu leikinn 29 – 29, þegar tæpar 3 mínútur voru eftir af leikhlutanum. Endaspretturinn var þó gestanna, staðan í hálfleik 31 – 35 Stjörnunni í vil. 

Jafnræði var með liðunum framan af þriðja leikhluta, Njarðvík komst yfir í fyrsta sinn í leiknum en stjörnustúlkur náðu að halda vel í þær fyrstu mínúturnar. Þegar líða fór á leikhlutann náðu heimastúlkur smá forystu. Stjarnan gerði þó vel í að missa þær ekki of langt frá sér. Allt í járnum fyrir fjórða og síðasta leikhluta 48 – 43. 

Njarðvíkurstúlkur juku forystu sína hægt og rólega og gáfu ekkert eftir í fjórða leikhluta. Þær stjórnuðu leiknum og Stjarnan gerði sig ekki líklega til að komast aftur inn í leikinn. Lokatölur 69 – 50. 

Byrjunarlið: 

Njarðvík: Helena Rafnsdóttir, Vilborg Jónsdóttir, Lára Ösp Ásgeirsdóttir, Júlía Scheving Steindórsdóttir og Chelsea Nacole Jennings. 

Stjarnan: Jana Falsdóttir, Alexandra Eva Sverrisdóttir, Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir, Marta Ellertsdóttir og Karen Dögg Vilhjálmsdóttir. 

Hetjan: 

Jana og Bergdís Lilja voru bestrar í liði gestanna. Vilborg og Þuríður voru mjög góðar í liði heimastúlkna, en það var Chelsea Nacole Jennings sem var best á vellinum, hún var eins og allt Njarðvíkurliðið hálf fjarverandi í fyrsta leikhluta en kom sterk inn eftir því sem leið á leikinn. 

Tölfræði 

Bæði lið voru að skjóta illa fyrir utan þriggjastiga línuna. Heimastúlkur fóru þó aðeins að setja hann eftir því sem leið á leikinn og það gerði gæfumuninn. 

Tölfræði leiks

Kjarninn: 

Njarðvíkingar mættu ekki til leiks í fyrsta leikhluta. Þær gerðu þó vel og spiluðu sig jafnt og þétt inn í leikinn. Stjarnan hins vegar komu rétt stemmdar en náðu ekki að halda út þegar leið á. Góður sigur hjá Njarðvíkingum. 

Myndasafn

Viðtöl: 

Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvík 

Margrét Sturlaugsdóttir þjálfari Stjörnunar 

Fréttir
- Auglýsing -