spot_img
HomeFréttirSteinar Kaldal : ?Við erum með allt til þess að vinna?

Steinar Kaldal : ?Við erum með allt til þess að vinna?

8:00

{mosimage}

Steinar Kaldal, reynslubolti Ármenninga var að vonum nokkuð svekktur eftir leikinn og hann var ekkert í vafa af hverju þessi leikur hafði tapast. „Við hleyptum þeim alltof langt frá okkur í fyrri hálfleik, 16 stig minnir mig, við spiluðum lélega vörn og skotin hjá okkur voru ekki að detta á meðan það datt allt hjá þeim." 

,,Það tók náttúrulega á hjá okkur að ná upp þessari forystu þeirra og komast yfir og svo í lokin gefum við Ragga Gylfa tvö eða þrjú galopin skot og léleg færsla í vörninni.  Hann setur þau ofaní enda góð skytta og við framkvæmdum síðustu sóknina okkar ekki rétt. Pétur var búinn að setja upp það sem við áttum að gera og við náum ekki skoti sem er náttúrulega mjög lélegt þannig að þetta datt þeirra megin í kvöld.”  Hann var hins vegar ekki á því að serían væri búin. ,,Við vinnum þá á laugardaginn og mætum aftur í Vodafonehöllina, höfum þetta spennandi." Steinar sagði að lykillinn að sigri á laugardaginn væri skyttur sem geta sett þessi skot niður, stóran kall sem að getur hitt boltanum betur. ,,Við erum með allt til þess að vinna, það er bara spurning um að mæta í byrjun, ekki láta lið valta yfir okkur og vera svo að berjast að ná aftur upp forystu.”

 

Gísli Ólafsson

 

Mynd: [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -