14:00
{mosimage}
Eins og greint var frá á kki.is í gær hefur KKÍ hafið innleiðingu á nýju upplýsingakerfi og verður það til prófunar nú í vor. Fyrsti leikurinn sem var sendur út beint var í gær en þar var einungis verið að prófa. Í kvöld stefna Haukar að því að vera með leik þeirra við Keflavík í úrslitakeppni kvenna í beinni útsendingu og verður hægt að nálgast sendinguna hér ef allt gengur að óskum.
Við minnum þó enn á það að einungis er verið að gera prófanir núna og ekki öruggt að allt gangi að óskum auk þess sem ekkert hefur verið unnið í útliti og fleiri þáttum.
Mynd: Skjámynd af SmartStat



