Höttur mætir í Domino´s-deildina á nýjan leik en liðið lék síðast í úrvalsdeild tímabilið 2005-2006. Karfan.is ræddi við Viðar Örn Hafsteinsson þjálfara Hattar sem segir markmiðið á Egilsstöðum að byggja upp „stabílt“ úrvalsdeildarlið. Hattarmenn fengu kjöt í sumar þegar þeir Mirko, Helgi Björn og Eysteinn Bjarni gengu til liðs við félagið. Eysteinn Bjarni er uppalinn Hattarmaður.
Leikmannahópur liðsins (komnir/farnir)
Komnir:
Mirko Stefán Virijevic
Helgi Björn Einarsson
Eysteinn Bjarni Ævarsson
Hallmar Hallsson
Gísli Þ. Hallsson
Farnir:
Ragnar Gerald Albertsson
Nökkvi Jarl Óskarsson
Einar Bjarni Hermannsson
Hvernig hefur undirbúningur liðsins gengið í sumar og upp á síðkastið?
Undirbúningurinn hefur gengið ágætlega, við höfum tekið þátt í einu móti í Þorlákshöfn og svo spilað Lengjubikarinn. Við munum svo reyna að taka nokkra leiki til viðbótar. Liðið er tiltölega nýkomið saman og munum við nýta tímann vel þessar rúmu 2 vikur fram að fyrsta leik
Komandi tímabil og væntingar þjálfara og liðsins til þess?
Við ætlum að halda okkur í deildinni, vonandi náum við að sýna fólki það að okkur er alvara í þessu og stefnan er að byggja upp „stabílt“ úrvalsdeildarlið á Egilsstöðum.
Hvaða lið telur þú sterkust í dag fyrir mót?
Það er bara eitt lið sem ég sé þarna uppi og það er KR, þeir eru með langbesta mannskapinn
Liðsskipan Hattar
| Númer | Nafn | Leikstaða | Hæð | Þyngd | Fæðingardagur | Fæðingarstaður | Spilar frá | |
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() |
Bakvörður | 185 cm | – | 14-09-1981 | – | 07-10-2015 | ||
![]() |
Bakvörður | 190 cm | 82 kg | 06-05-1985 | Egilsstaðir | 07-10-2015 | ||
| 4 | ![]() |
Bakvörður | – | – | 15-08-1999 | – | 07-10-2015 | |
| 5 | ![]() |
Bakvörður | 185 cm | – | 12-04-1997 | – | 07-10-2015 | |
| 6 | ![]() |
Bakvörður | 189 cm | 66 kg | 02-12-1995 | Reykjavík | 07-10-2015 | |
| 7 | ![]() |
Bakvörður | 182 cm | – | 27-11-1997 | – | 07-10-2015 | |
| 8 | ![]() |
Bakvörður | – | – | 17-11-1993 | – | 07-10-2015 | |
| 9 | ![]() |
Bakvörður | 181 cm | 78 kg | 15-06-1992 | Egilsstaðir | 07-10-2015 | |
| 10 | ![]() |
Framherji | 190 cm | – | 14-09-1989 | – | 07-10-2015 | |
| 11 | ![]() |
Framherji | 192 cm | 83 kg | 04-05-1995 | Egilsstaðir | 07-10-2015 | |
| 12 | ![]() |
Bakvörður | 193 cm | – | 29-04-1991 | – | 07-10-2015 | |
| 13 | ![]() |
Framherji | 195 cm | 105 kg | 23-04-1989 |
Fréttir |





