Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Tindastóls fór fram í gær þar sem Stefán Jónsson var kjörinn formaður en tveir voru um hituna að þessu sinni og hafði Stefán betur í kjörinu gegn Jóni Inga Sigurðssyni.
Nýja stjórn KKD Tindastóls skipa svo: Stefán Jónsson (formaður) Una Sigurðardóttir (gjaldkeri), Hafdís Einarsdóttir, Ásmundur Baldvinsson, Ólafur Björn Stefánsson og Björn Hansen.
Á fundinum kom fram að deildin hjá Tindastól væri rekin með smá hagnaði. Sjá nánar um fundinn hér.



