spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaStanda Haukar fremst allra liða í íslenskum kvennakörfubolta?

Standa Haukar fremst allra liða í íslenskum kvennakörfubolta?

Þátttaka kvennaliðs Hauka í Evrópukeppni (EuroCup) er dýrmæt fyrir íslenskan kvennakörfubolta. Hún er dýrmæt fyrir allar stúlkur og konur sem stunda körfubolta, forsvarsmenn Körfuknattleikssambandsins og forsvarsmenn annarra körfuboltafélaga. Haukar er eina íslenska félagsliðið sem hefur haft hugrekki til að taka þátt í alþjóðlegum keppnum í kvennakörfubolta og lék síðast í Evrópukeppninni 2006-2007.

Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig nýkrýndir VÍS bikarmeistarar Hauka standa sig gegn þessu Portúgalska liði sem státar af þremur leikmönnum yfir 185 sentimetrunum. Clube Uniao Sportiva teflir fram átta heimastúlkum, tveimur bandarískum leikmönnum og einum frönskum.

Þjálfarar Hauka, Bjarni Magnússon og Ingvar Þór Guðjónsson fóru með liðið í lokaúrslit Íslandsmótsins á síðasta tímabili. Liðið varð fyrir verulegum búsifjum þegar Sara Rún Hinriksdóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir ákváðu að elta drauma sína erlendis. Helena Sverrisdóttir ákváð að koma heim í Hafnarfjarðar og er ómetanlegur styrkur fyrir liðið. Liðið sótti tvo sterka bakverði í Stykkishólm, hina bandarísku Haiden Denise Palmer og gæðaleikmann í Tinnu Guðrúnu Alexandersdóttur. Þá náðu Haukar í hina ungu og efnilegu Jönu Falsdóttur frá Stjörnunni en Jana er Keflvíkingur að uppruna. Til að auka enn frekar á breiddina í liðinu endurheimtu Haukar skyttuna Sólrúnu Ingu Gísladóttur úr fjögurra ára háskólanámi og háskólakörfubolta í Bandaríkjunum.

Skyldumæting í kvöld
Á íslenskan mælikvarða þá er Haukaliðið bæði hávaxið og líkamlega sterkt. Það er agað sóknarlega en byggir leik sinn á sterkum og grimmum varnarleik. Það verður án efa hart barist í leiknum í kvöld og skora ég á alla sem unna kvennaboltanum og kvennaíþróttum almennt að láta sig ekki vanta í áhorfendastúkuna í Ólafssal í kvöld. Þetta verður veisla!

Umfjöllun / Jóhannes Albert

Fréttir
- Auglýsing -