spot_img
HomeFréttirStál-Úlfur kynnir nýtt klappstýrulið sitt

Stál-Úlfur kynnir nýtt klappstýrulið sitt

Hér fyrir neðan má sjá frekar skemmtilega fréttatilkynningu frá öðru deildarliði Stál-Úlfs. Þar er félagið að kynna nýtt klappstýrulið sitt, sem mun halda uppi stemmingu á leikjum þeirra þegar og eftir að leikar hefjast á nýjan leik eftir samkomutakmarkanirnar.

Líkt og sjá má á myndum og í myndbandi sem fylgir tilkynningunni er um vel skipulagt og æft lið klappstýra að ræða, sem mögulega verður hægt að bera augum í næsta heimaleik liðsins í Fagralundi.

Fréttatilkynning Stál-Úlfs:

Klappstýrudans er mjög vinsæll í nánast öllum körfuboltadeildum í Evrópu, þar sem mörg lið eru með sín eigin atvinnu-klappstýrulið. Þær sjá um stemninguna á leikjum og bjóða upp á góða skemmtum fyrir áhorfendur í leikhléum. Í Litháen er þetta mjög algengt og við vorum mjög heppnir þegar Ieva, fyrrverandi atvinnu-klappstýra frá efstu deildarliði “Lietkabelis” frá Panenezys, hafði samband við okkur og spurði hvort hún geta komið fram með dans/skemmti atriði í leikjum okkar.

Við tókum þessu fagnandi, en því miður var öllum leikjum aflýst í mars og þurfti þetta allt því að bíða betri tíma. Litháísku stelpurnar notuðu sumarið vel í að undirbúa sig vel og sýndu frumraun sín í dansi í fyrsta deildarleik Stál-úlfs þann 2. október síðastliðinn og stóðu sig frábærlega. Því miður liggur allt íþróttalíf niðri aftur, en við vitum það allir að eftir dimma nótt kemur alltaf bjartur dagur.

Það styttist í að við fáum öll loks að njóta körfubolta með eðlilegum hætti, með fullum sal áhorfenda, skemmtiatriðum og fleiru. Varðandi stelpurnar, er ég alveg viss að við sjáum þær í Dominos deildaleikjum í framtíðinni. Hvar? Látum það ósvarað í bili.


Hér er hægt að sjá dansatriði þeirra

Hér fyrir neðan er svo hægt að sjá nokkrar myndir sem ljósmyndarinn R.Malakauskas tók, en fleiri er að finna á FB síðu þeirra hér.

Fréttir
- Auglýsing -