Í dag kl. 18 verða stærstu körfuboltabúðirnar á Ísafirði frá upphafi settar! Lengst af hafa búiðirnar verið haldnar undir merkjum KFÍ en eftir að KFÍ gekk sameinaðist öðrum íþróttagreinum á Ísafirði undir merkjum Vestra eru þær haldnar undir þeim merkjum.
Þetta er níunda árið í röð sem búðirnar eru haldnar. Metþátttaka er í stóru búðirnar í ár með hátt í 160 iðkendur á aldrinum 10-16 ára. Meðfram búðunum verður einnig boðið upp á svokallaðar Grunnbúðir sem ætlaðar eru iðkendum í 1.-3. bekk.
Þjálfararnir koma víðsvegar að úr heiminum og eru allir í fremstu röð. Yfirþjálfari búðanna í ár er Ingi Þór Steinþórsson, yfirþjálfari Snæfells.
Nánar má lesa sér til um búðirnar hér og hér