spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaStærsti sigur ÍR á KR á heimavelli síðan 2011 - Fyrsti sigur...

Stærsti sigur ÍR á KR á heimavelli síðan 2011 – Fyrsti sigur Friðriks Inga með liðið

ÍR lagði KR í kvöld í 7. umferð Subway deildar karla, 107-85.

Mun þetta vera stærsti sigur ÍR á KR í Hellinum í tíu ár, en þann 6. mars 2011 unnu þeir þá með 28 stigum, 124-96.

Leikurinn sá annar sem ÍR vinnur í vetur. Þetta var fyrsti leikurinn sem Friðrik Ingi Rúnarsson stýrir liðinu til sigurs, en hann tók við völdum af Borche Ilievski sem hætti með liðið eftir þriðju umferð.

KR hefur unnið fjóra leiki og tapað þremur það sem af er deildarkeppni.

ÍR-ngar voru yfir nánast allan leik kvöldsins, forysta þeirra 9 stig eftir fyrsta leikhluta, 30-21 og þegar í hálfleik var komið voru þeir með 16 stiga forskot, 56-40. Heimamenn bættu svo enn frekar í í upphafi seinni hálfleiks og voru með 24 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 83-59. Í þeim fjórða klórar KR svo aðeins í bakkann, en eru aldrei nálægt því að gera þetta spennandi. Niðurstaðan 22 stiga sigur ÍR, 107-85.

Atkvæðamestur fyrir ÍR í kvöld var Sigvaldi Eggertsson með 27 stig, 10 fráköst og 4 stoðsendingar.

Fyrir gestina úr Vesturbæ var það Shawn Glover sem dró vagninn með 22 stigum og 8 fráköstum

Tölfræði leiks

Myndasafn (Hafsteinn Snær)

Fréttir
- Auglýsing -