spot_img
HomeFréttirStærsta KEAskyrmótið

Stærsta KEAskyrmótið

18:18 

{mosimage}

KEAskyrmót Breiðabliks verður haldið í níunda sinn um næstu helgi. Mótið verður það allra stærsta hingað til og til marks um það verður að leika einn aldursflokk í Salaskóla á sunnudeginum. 

Rúmlega 80 lið etja kappi á mótinu og koma þau frá 12 félögum. Leiknir verða um 145 leikir á fimm völlum, þremur í Smáranum og tveimur í Salaskóla á sunnudeginum. Allir þátttakendurnir fá bol og verðlaunapening og má áætla um 500 krakka á mótinu.

 

Nánar um mótaniðurröðun á www.breidablik.is

Fréttir
- Auglýsing -