Valur staðfesti í dag komu Keyshawn Woods til liðs þeirra í Bónus deild karla.
Keyshawn mun koma í stað Ladarien Griffin sem lokið hefur störfum hjá félaginu.
Keyshawn ætti að vera íslenskum körfuknattleiksaðdáendum kunnur, en hann varð Íslandsmeistari með Tindastóli tímabilið 2022-23 og þá lék hann hluta af tímabilinu á eftir með þeim 2023-24.
“Við erum mjög spenntir að fá Keyshawn til liðs við okkur. Hann er öflugur á báðum endum vallarins og hentar vel okkar leikstíl. Hann er líka þekkt stærð, þekkir deildina vel og hefur sýnt að hann er ekki hræddur við stóru mómentin. Eitthvað sem við höfum fengið að kynnast heldur betur en nú fáum við að njóta þess vonandi í staðinn.” Sagði Finnur Stefánsson þjálfari Vals í tilkynningu með félagaskiptunum.



