Keflavík staðfesti í dag endurkomu bakvarðarins knáa Remy Martin til liðsins.
Remy er bandarískur bakvörður sem lék með Keflavík tímabilið 2023-24 og var umdeilanlega besti leikmaður deildarinnar þá, en hann vann bikarmeistaratitil með þeim ásamt því að fara með þeim í undanúrslit úrslitakeppninnar.
Í undanúrslitunum slitnaði hásin Remy og hefur hann ekki leikið síðan.



