spot_img
HomeFréttirSTAÐFEST: Tryggvi Hlinason verður í nýliðavalinu

STAÐFEST: Tryggvi Hlinason verður í nýliðavalinu

Tryggvi Snær Hlinason, sem leikur með Valencia á Spáni, verður í nýliðavali NBA deildarinnar sem fram fer í næstu viku í New York. Þetta staðfestir Jonathan Givony sérfræðingur Draft Express á Twitter í dag. 

 

Í dag rennur út frestur þeirra sem gáfu kost á sér fyrir nýliðavalið á þessu ári, til að draga út úr því. Tryggvi hefur hins vegar, eftir því sem fram kemur hjá Draft Express ekki gert svo og ætlar því að láta reyna á möguleika sína í nýliðavalinu.

 

 

Givony segir líklegt að nafn Tryggva verði kallað upp einhvern tímann í annari umferð í valinu sem verður að teljast mjög gott ef af verður. Pétur Guðmundsson, sem lét í NBA deildinni á árunum 1981 til 1989 með hléum, var valinn í þriðju umferð nýliðavalsins 1981 (val númer 61). Pétur lék með Portland Trail Blazers, Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs. Jón Arnór Stefánsson komst einnig á samning hjá Dallas Mavericks í NBA deildinni 2003 en það var í gegnum frjálsa samninga en ekki nýliðavalið. Jón Arnór lék þó aldrei deildarleik með liðinu.

 

Draft Express hafa fylgst lengi með Tryggva eins og sjá má á þessu myndbandi sem þeir gerðu fyrir ári síðan.

 

Fréttir
- Auglýsing -