spot_img
HomeFréttirStaðfest: Emil til KR - Björn framlengir

Staðfest: Emil til KR – Björn framlengir

Emil Barja er orðinn leikmaður KR en hann skrifaði undir samning við liðið á blaðamannafundi nú síðdegis. Karfan.is greindi frá því að félagaskiptin væru yfirvofandi fyrr í dag. Samningur Emils við KR er til tveggja ára. 

 

Við sama tilefni var tilkynnt að Björn Kristjánsson hefur endurnýjað samning sinn við liðið um tvö ár en hann kom til liðsins á ný fyrir síðasta tímabil og var hluti af liðinu sem lyfti fimmta Íslandsmeistaratitlinum í röð. Björn hefur einnig leikið með Njarðvík, Stjörnunni og Breiðablik svo eitthvað er nefnt. Hann var með 10,4 stig að meðaltali með KR á síðustu leiktíð. 

 

Einnig var tilkynnt að Hjalti Þór Vilhjálmsson taki við sem aðstoðarþjálfari Inga Þórs með meistaraflokk kvenna auk þess að þjálfa yngri flokka félagsins. Hjalti þjálfaði Þór Ak á síðustu leiktíð en er uppalinn hjá Fjölni þar sem hann lék og þjálfaði í mörg ár. 

 

Íslandsmeistarar síðustu fimm ára fá mikinn liðsstyrk í Emil en liðið er að ganga í gegnum miklar breytingar í sumar. Ingi Þór Steinþórsson er tekinn við liðinu af Finn Frey Stefánssyni sem sagði starfi sínu lausu. Liðið hefur misst Darra Hilmarsson, Brynjar Þór Björnsson, Kristófer Acox og Arnór Hermannsson frá síðustu leiktíð.  Dino Stipcic hefur þá samið við liðið og von er á fleiri fregnum úr Vesturbænum. 

 
Fréttir
- Auglýsing -