15 sinnum hefur fjórði leikurinn verið spilaður í best-of-5 seríum. 10 sinnum hefur útiliðið unnið þann leik eða 66,7% og þá 5 sinnum hefur heimaliðið unnið eða 33,3%. Í 8 af þessum 15 skiptum hefur serían klárast í fjórða leik eða 53,3% og í 5 af þessum 8 skiptum hefur það verið útiliðið sem tryggir sér sigur í seríunni 62,5%.
Aðeins einu sinni í sögu úrslitakeppninnar hefur heimalið náð að framlengja seríu í oddaleik í sömu stöðu og það var Njarðvík gegn Grindavík árið 1994. Njarðvík vann svo útileikinn og Íslandsmeistaratitilinn í kjölfarið.
Síðastliðin 5 ár hefur útiliðið unnið fjórða leik og árin 2011 og 2012 tryggði útliðið sér titilinn með sigrinum í fjórða leik. KR árið 2011 og Grindavík árið 2012.