Úrslitakeppnin var fyrst sett á fót 1984. Þó sópaði Njarðvík Val út í tveimur leikjum. Fimm leikja fyrirkomulag var fyrst sett á fót 1990 en þá sópaði KR Njarðvík út í þremur leikjum. Alls hefur 22 sinnum verið leikið með fimm leikja fyrirkomulagi á árunum 1990 til og með 1996 og svo 1999 og til dagsins í dag.
KR vann fyrsta leikinn í seríunni í DHL höllinni í gær. Heimaliðið hefur unnið fyrsta leikinn í 18 af 22 tilvikum eða 81,8%. 13 sinnum af þeim 18 tilvikum þar sem heimaliðið vinnur fyrsta leikinn endar það lið sem meistari, eða 72,2%. Fjórum sinnum eftir þrjá leiki (22,2%), fimm sinnum eftir fjóra leiki (27,8%) og fjórum sinnum farið í oddaleik (22,2%).
KR hefur þrisvar sinnum verið í þessari stöðu (1990, 2009 og 2011) og unnið í öll skiptin, þar af einu sinni gegn Grindavík 2009. Grindavík hefur tvisvar sinnum verið 0-1 undir í úrslitum og tapað í bæði skiptin. Annað þeirra skipta var gegn KR 2009.