spot_img
HomeFréttirSt. Francis úr leik í NEC-riðlinum

St. Francis úr leik í NEC-riðlinum

St. Francis Brooklyn Terriers eru úr leik í bandaríska háskólaboltanum eftir naumt tap í spennuslag gegn Robert Morris skólanum. Lokatölur 66-63 þar sem St. Francis hefðu mátt halda betur á spilunum í andarslitrum leiksins. Að þessu sinni kom Gunnar Ólafsson ekkert við sögu í leiknum.
 
 
Tyreek Jewell var atkvæðamestur í liði St. Francis með 19 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar. Með tvær sekúndur til leiksloka fékk Jewell boltann og brotið var á honum í þriggja stiga skoti. Hann brenndi af fyrstu tveimur vítunum og viljandi því þriðja og þar með var vonin úti.
 
Íslensku piltarnir hafa því allir lokið leik í sínum riðlum, Martin og Elvar féllu út gegn St. Francis og Kristófer Acox og félagar í Furman duttu út úr SoCon riðlinum eftir tap í úrslitaleiknum eins og áður hefur komið fram.
 
Þó riðillinn sé að baki hjá St. Francis þá er tímabilinu ekki alveg lokið þar sem þeir hafa unnið sér inn rétt til að leika í „National Invitational Tournament.“
  
Fréttir
- Auglýsing -