spot_img
HomeFréttirSpurs tóku fyrsta leik

Spurs tóku fyrsta leik

Úrslit NBA deildarinnar hófust í nótt þar sem San Antonio Spurs tóku 0-1 forystu í einvíginu með 88-92 sigri á heimavelli Miami Heat! Tony Parker kláraði dæmið með erfiðu stökkskoti sem lak niður þegar 5,2 sekúndur voru til leiksloka og Heat áttu ekki afturkvæmt eftir það.
 
Þrátt fyrir þrennu hjá LeBron James með 18 stig, 18 fráköst og 10 stoðsendingar þá höfðu Spurs sigur. Leikurinn var hnífjafn og Heat með forystuna framan af en Spurs börðu sig nærri og komust m.a. 6 stigum yfir í fjórða leikhluta og höfðu loks sigur. Tony Parker var stigahæstur hjá Spurs með 21 stig og 6 fráköst og Tim Duncan bætti við 20 stigum og 10 fráköstum.
 
Sigurkarfan hjá Parker:
(Við fáum ekki betur séð en að dæma hefði átt tvígrip á Parker)
  
Fréttir
- Auglýsing -