10:15
{mosimage}
(Parker lék vel fyrir Spurs í nótt)
San Antonio Spurs hafa tekið 2-0 forystu gegn Cleveland Cavaliers í úrslitum NBA deildarinnar eftir 103-92 sigur á Cavs í AT&T Center í nótt. Það skyldi þó enginn af skrifa LeBron James og félagar sem hafa séð svipaða stöðu í þessar úrslitakeppni en samt náð að jafna sig.
Spurs byrjuðu með látum og komust í 28-17 eftir fyrsta leikhluta og leiddu síðan 58-33 í hálfleik og höfðu þar með lagt grunninn að sigri sínum. Tony Parker fór á kostum í liði Spurs í nótt og gerði 30 stig í leiknum en Manu Ginobili gerði 25 stig og Tim Duncan bætti við 23 stigum og tók 9 fráköst.
LeBron James var atkvæðamestur í liði Cavs með 25 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar. Næstur James var nýliðinn Daniel Gibson með 15 stig.
Nú færist einvígið til Cleveland þar sem næstu tveir leikir í úrslitunum fara fram. Liðin mætast aftur á aðfararnótt miðvikudags og fjórði leikurinn fer fram aðfararnótt föstudags.
Mynd: AP



