spot_img
HomeFréttirSpurs sópuðu Clippers - LeBron fór mikinn þegar Miami jafnaði

Spurs sópuðu Clippers – LeBron fór mikinn þegar Miami jafnaði

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í gær þar sem San Antonio Spurs sópuðu LA Clippers inn í sumarið og Miami Heat jafnaði einvígið gegn Indiana, 2-2.
Indiana 93-101 Miami
LeBron James var næstum því búinn að landa ofurþrennu þegar hann gerði 40 stig, tók 18 fráköst og gaf 9 stoðsendingar fyrir Miami. Dwyane Wade bauð upp á ekki síðri tölur með 30 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar. Danny Granger var atkvæðamestur í liði Indiana með 20 stig og 5 fráköst.
 
LA Clippers 99-102 San Antonio
Sex leikmenn Spurs gerðu 11 stig eða meira í leiknum og þeirra frambærilegastur var miðherjinn Tim Duncan með 21 stig og 9 fráköst og Tony Parker bætti við 17 stigum og 5 stoðsendingum. Hjá Clippers var Chris Paul með 23 stig og 11 stoðsendingar og Blake Griffin bætti við 21 stigi og 5 fráköstum.
 
Spurs eru því komnir í úrslit vesturstrandarinnar og mæta þar annað hvort Oklahoma eða LA Lakers en Oklahoma leiðir 3-1 gegn Lakers og dugir einn sigur til að komast í úrslit vesturstrandarinnar.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -